Vökuvellir – Fínhreyfingar

Á föstudeginnum vorum við nokkur frammi í rólegheitunum eftir kvíld. Við náðum í skæri og alskonar blöð og tímarit til að æfa okkur í að klippa. Við vorum líka með lím þannig að hægt var að líma á blað það sem varð kift út.  

Sunnuhvoll

Nú eru öll börnin sem eiga að vera á Sunnuhvoli í vetur mætt og við erum svona aðeins að læra inn á hvert annað og máta okkur á svæðið. Þetta gengur bara vel og við hlökkum til að kynnast öllum betur. Í morgun fórum við í bæinn með strætó og skoðuðum okkur um. Það eru… Read More »

Búðargil-fyrstu dagarnir eftir aðlögun

Sælir foreldrar Fyrstu dagarnir hafa gengið mjög vel  🙂 við settum inn nokkrar myndir af siðustu dögum inn á myndasiðina okkar og við ætlum að reyna að vera duglegar að setja inn myndir reglulega 🙂 Kveðja stelpurnar a Búðargili

Við erum mætt á svæðið

Skólinn opnaði þriðjudaginn 2. ágúst og hafa börn og kennarar verið að týnast inn úr sínum sumarleyfum endurnærð eftir gott frí. Mánudaginn 15. ágúst hefst aðlögun nýrra barna við skólann, allar deildir munu aðlaga börn inn en flest börnin hefja skólagöngu sína á Vökuvöllum og Búðargili.

Tjarnarhóll Sumarlokun

Á mánudaginn hefst sumarlokun leikskólans. Við vonum að þið kæru foreldrar og börn, eigið gott sumarfrí saman og njótið þess. Í annari viku eftir opnun hefst aðlögun milli deilda. Þá kveðjum við börnin sem flytja á Fífilbrekku og Sunnuhvol en þau hafa verið hjá okkur síðasta skólaár og sum reyndar í 2-3 ár og fáum 22 ný börn… Read More »

Fréttabréf, dagatöl og matseðill mánaðar / ágúst

Fréttabréf og dagatöl frá Fífilbrekku, Tjarnarhóli og Vökuvöllum eru komin inn á síðuna. Dagatöl frá hinum deildunum þremur og matseðill birtist við fyrsta tækifæri. Þegar öll gögn hafa skilað sér er þau að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Sumarlokun Naustatjarnar

Í dag, 1. júlí er síðasti starfsdagur Naustatjarnar fyrir sumarlokun. Við höfum opið á milli deilda þar sem börnin heimsækja kennara og börn annarra deilda, við ætlum að grilla pylsur í hádeginu og njóta samveru hvers annars. Skólinn opnar svo aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 07:45.

Búðargil

Í dag var síðasti dagur fyrir sumarfrí, það var opið milli deilda og börnin fengu grillaðar pylsur í tilefni dagsins. Við vonum að þið eigið ánægjulegt sumarfrí. Við opnum svo aftur þriðjudaginn 2 ágúst. Sumarkveðja Halla, Soffía, Þórhalla, Gunnhildur og Helena Rós 🙂

Vökuvellir

Sæl öll. Nú förum við alveg að fara að detta inn í sumarfrí og er búið að vera tiltekt síðustu daga þar sem mála á deildina í sumar, sem og allan suðurhluta hússins. Við vonum að þið eigið öll gott sumarfrí og gerið margt skemmtilegt. Bestu kveðjur frá kennurum Vökuvalla