Búðargil- Þorrablót og myndir

Í dag var þorrablótið hjá okkur og vorum við í salnum og borðuðum grjónagraut og smökkuðum þorramat, börnin voru mis dugleg við að prófa en allir prófuðu eitthvað hérna mun ég setja inn myndir af þorrablótinu og einnig myndir frá leik í sal og ævintýraferð köngulóahóps í snjónum Þorrablót Kubbabyggingar í sal Ævintýraferð köngulóahóps

Búðargil- Myndir, Afmæli og fleira

Jæja nú venjulegt starf hafið og síðustu vikuna var tröllaþema, þá bjuggum við til steinatröll. Þessa viku erum við að gera þorrakórónur fyrir  þorrablótið okkar sem verður mánudaginn 23 janúar. Einnig viljum við minna á að það er lokað hjá okkur á föstudaginn 20 vegna skipulagsdags. Fimm börn áttu afmæli hjá okkur í desember og… Read More »

Vökuvellir-barnafundur

Skemmtilegar umræður á barnafundi: „mig langar að sjá sólina“ „nei þú getur það ekki, sjáðu, það er myrkur“ „sólin er sofandi“ það er nótt“ „sólin kemur þegar nóttin er vöknuð“

Vökuvellir-nýárskveðja

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla. Við hófum nýja árið á því að kveðja jólin með söng og flugeldum í garðinum okkar. Einnig höfðum við rafmagnslausan dag þar sem börnin mættu með vasaljós og léku sér í ljósi og skuggum. Veturinn ákvað að láta sjá sig og er búið að… Read More »

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Foreldar geta verið í óvissu um hvort og þá hvenær börn þeirra mega koma í skólann þegar þau veikjast. Hægt er að skoða töflu  með helstu upplýsingum fyrir foreldra á slóðinni Foreldarar > Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna.

Búðargil- dagarnir milli jóla og nýjárs

Dagarnir milli jóla og nýjárs hafa verið mjög kósý hjá okkur, við vorum með Huldusteins krökkunum þessa daga og kynntumst þeim aðeins betur, við höfðum það gott og lékum okkur, að mestu leiti inni vegna veðurs.   Við viljum þakka ykkur fyrir liðið ár og hlökkum til nýja ársins með ykkur Áramótakveðja Halla, Gunnhildur, Soffía,… Read More »

Tjarnarhóll – Gleðileg jól

Komið þið sæl. Desember hefur verið skemmtilegur. Börnin hafa verið frísk og mætt vel. Við höfum föndrað, verið með jólastundir, sungið og dansað í kringum jólatréð. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið hátíðarinnar með fjölskyldunni. Jólakveðjur frá kennurum Tjarnarhóls  

Búðargil, jólakveðja

Jæja nú fer að líða að jólum og við höfum verið að brasa ýmislegt síðstu vikuna, þar má nefna jólastund, dans í kringum jólatréið og jólasveinahúfukakó, hér fyrir neðan eru tenglar inn í nokkur af þeim albúmum sem þið viljið kannski skoða. Við óskum ykkur góðra jóla og vona að þið njótið þeirra Jólastund Dansað… Read More »